19. fundur stjórnar

19. stjórnarfundur haldinn 25. febrúar 2015 kl. 16.00 í Borgartúni 26

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson.  Anna Elísabet Ólafsdóttir og Bjarney Harðardóttir boðuðu forföll.

Gestur fundarins var Mangús Heimisson.

  1. Fundargerð 18. fundar er í vinnslu og ekki lög fyrir fundinn.
  2. Fréttir frá bygginganefnd NLSH, Gunnar Svavarsson formaður. Gunnar komst því miður ekki á fundinn, en sendi fundargerð bygginganefndar frá 12. febrúar ásamt bréfi Velferðarráðuneytis. Í bréfinu er NLSH falið að hefja undirbúning að útboði á fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans, ljúka fullnaðarhönnun sjúkrahótelsins og bjóða út verkframkvæmdir við gatna- og lóðagerð sjúkrahótelsins ásamt byggingu  þess. Í fundargerðinni kemur fram aðú útboðsgögn vegna fullnaðarhönnunar meðferðakjarnans verða væntanlega tilbúin um miðjan mars og útboðið verður væntanlega auglýst á evrópska efnahagssvæðinu um miðjan apríl. Hópur frá Landspítala mun rýna útboðsgögnin m.t.t. Lean skipulags sem hefur verið tekið upp á Landspítala.  Fullnaðahönnun sjúkrahótelsins er að ljúka. Hægt verður að bjóða út framkvæmdarhlutann í vor og hefja framkvæmdir við sjúkrahótelið í haust.
  3. Undirbúningur fyrir aðalfund.  a) Drög að dagskrá aðalfundar voru lögð fram og rædd og í framhaldi samþykkt. b)Drög að skýrslu stjórnar voru lögð fram og rædd. c) Drög að ársreikningi lögð fram og rædd. Klára þarf afstemmingu á ársreikningi og senda til skoðunarmanna. d) Samþykktir félagsins voru rýndar og ekki talin ástæða til að breyta þeim. e) Félagsgjöld voru rædd og ákveðið að hafa þau sömu upphæð áfram.  f) Verið er að vinna í að finna stjórnarmenn fyrir þá sem eru að hætta. Ákveðið var að biðja núverandi skoðunarmenn að vera áfram.  g) Undir liðnum önnur mál verður fjallað um hvernig umfjöllun í fjölmiðlum hefur verið um Spítalalann okkar og endurbætur á húsakosti Landspítala. Einnig verður erindi um með heitinu „Hvað má læra af Norðmönnum?“ h) Upplýsingar um aðalfundinn verða sendar út á morgun til allra félagsmanna og settar á heimasíðu félagsins. Tekið verður sérstaklega fram að hægt verði að gerast stofnfélagi á aðalfundinum.
  4. Önnur mál.  Spítalanum okkar hefur verið boðið að taka þátt í Heilsudeginum mikla, þann 19. mars,  á vegum Heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Búið er að  samþykkja boðið fyrir hönd félagsins.   Rætt var um ímynd Spítalans okkar í fjölmiðlum og mynband tengt því, sem verið er að skoða að láta búa til. Magnús Heimisson sagði frá viðræðum við fyrirtækið Þekkingarmiðlun um gerð stuttra vefmyndbanda. Ákveðið var að búa til nákvæmt handrit fyrir myndbandið og leggja fyrir stjórn.

Fundi slitið kl. 18.00

Næsti fundur verður væntanlega þann 9. mars. 2015

Gunnlaug Ottesen ritaði fundargerð


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is