45. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 6. september 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir. Gestur fundarins var Magnús Heimisson, almannatengill.
 Anna setti fundinn og síðan var gengið  til dagskrár.
- Fundargerðir 43. og 44. fundar samþykktar og undirritaðar.
 
- Undirbúa málþing 6. október n.k.  Formaður fór yfir stöðuna á undirbúningi málþingsins. Verið er að setja saman dagskrána og ganga frá öðrum þáttum undirbúningsins. Rætt um þema málþingsins tillaga um Spítalinn rís. Málþingið verðu haldið í bíósala hótel Natura.
 
- Fundir með stjórnmálaflokkum/-hreyfingum  upplýsingar og umræða.  Formaður fór yfir stöðu verkefnisins. Fram kom að búið væri að hitta þrjá flokka/-hreyfingar af sjö. Stefnt er að því að hitta alla flokka/-hreyfingarnar.
 
- Önnur mál:   Farið var yfir stöðuna á lokahönnun meðferðarkjarnans.  Farið var yfir stöðuna á byggingu Sjúkrahótelsins.
 
Fundi slitið kl. 12:55
Næsti fundur verður mánudaginn 19. september kl. 12.00 að Skúlatúni 21.
Gunnlaug ritaði fundargerð.