51. fundur stjórnar

51. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 7. febrúar 2017 kl. 12:00 að Skúlagötu 21

 

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Sigríður Rafnar Pétursdóttir.

 Gestur fundarins var Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt og verkefnastjóri NLSH.

 1. Fundargerðir 48., 49. og 50. fundar samþykktar og undirritaðar.

 2. Hringbrautarverkefnið – staðan í upphafi árs.

 a)  Ásdís Ingþórsdóttir kynnir stöðuna á rannsóknarhúsinu  Fram kom að forvali vegna fullnaðarhönnunar                    rannsóknarhússins væri lokið og fjórir aðilar hefðu verið samþykktir. Verið er að undirbúa gögn vegna útboðs á    fullnaðarhönnun hússins og verður útboðið væntanlega kynnt í febrúar og ætla má að niðurstaðan verði ljós fyrir sumarið

 b)  Málstofa NLSH og Corpus3 3. febrúar sl. Á málstofunni var kynnt staðan á Hringbrautarverkefninu. Sjúkrahótelið er  fokhellt og nú er unnið við húsið að innan. Fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans gengur samkvæmt áætlun. Notendur hafa  tekið virkan þátt við yfirferð forhönnunnar og góð sátt ríkir um fullnaðarhönnun. Áætlað er að jarðvegsvinna á  Hringbrautarlóðinni hefjist næsta haust.

 3. Kynningarmál

a) Fyrirhugaður fundur með lykilaðilum Hringbrautarverkefnisins, velferðarráðherra, borgarstjóra, Landspítala og NLSH verður 23. febrúar að öllu óbreyttu, en beðið er staðfestingar frá ráðherra. Farið yfir efnistök. Oddný og Anna undirbúa fundinn.

b) Einnig rætt áform um stutta málstofu síðar á vormisseri jafnvel eftir páska. Mikilvægt að kynna vel stöðuna á byggingaverkefninu.

 4. Önnur mál . Aðalfundur 2017 – Beðið er staðfestingar frá formanni bygginganefndar nýs ríkisspítala í Kaupmannahöfn um að flytja erindi á aðalfundi samtakanna

 

Næsti fundur stjórnar verður 21. febrúar.

Fleira ekki gert.

Fundargerð ritaði Gunnlaug og Anna Stefánsdóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is