54. fundur stjórnar

54. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2017 kl. 12-13 að Skúlagötu 21.

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Kolbeinn Kolbeinsson.

 1.  Fundargerð 53. fundar samþykkt og undirrituð

 2.  Starf stjórnar á næstu mánuðum:

a)      Stjórnin gerir ráð fyrir að funda fram í júní, - taka svo upp þráðinn að nýju eftir sumarleyfi.

 b)      Rætt var um kynningarmál:

Formaður velferðarnefndar Alþingis (Nicole Leigh Mosty), sem var gestur á aðalfundinum, hefur lýst áhuga á að nefndin fundi með stjórn samtakanna. Ákveðið að AS verði í sambandi við NLM um mögulega tímasetningu. Fundarmenn sammála um að nýta beri tækifærið og ræða þurfi uppbyggingu innviða Landspítala almennt. Fundarmenn sammála um að gæta þurfi vel að framvindu Hringbrautarverkefnisins, t.d. ríður á að taka ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag sjúkrahótelsins.

 Stjórnin hefur stefnt að því að funda sameiginlega með lykilaðilum Hringbrautarverkefnisins, velferðarráðherra, borgarstjóra, Landspítala og NLSH. Ekki hefur enn tekist að finna tímasetningu sem hentar öllum. Undirbúningur í höndum AS og OS.

 c)      Annað starf?

Fundarmenn ræddu stöðu mála/þróun/áherslur í sjúkrahússmálum þjóðarinnar, s.s. út frá umfjöllun í fjölmiðlum nú um fjárhagsáætlanir ríkisins. Sammála um að gera verði greinarmun á fjárfestingum og rekstri.

Tilgang samtakanna bar á góma, en hann er skv. 3. gr. stofnskrár:

 „að stuðla að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala háskólasjúkrahúss, þannig að húsakostur, tæknibúnaður og aðstaða sjúklinga og starfsfólks spítalans þjóni nútíma þörfum“.

      Markmið Spítalans okkar er, skv. 4. gr. stofnskrár, að:

 „auka stuðning og skilning meðal almennings og stjórnvalda á nauðsynlegum úrbótum á húsakosti spítalans þannig að: * Þjóðin sé upplýst um þarfir fyrir aðstöðu til spítalaþjónustu vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar og aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í þjónustu og meðferð. * Almenningi sé kunnugt um fyrirliggjandi áætlanir um endurnýjun og viðbætur húsnæðis Landspítala. * Fylgja eftir fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.

 

Frá upphafi hefur aðaláhersla samtakanna verið á að kynna og styðja við framgang uppbyggingar spítalans við Hringbraut, enda brýnast til þessa. Fundarmenn sammála um að viðfangsefnin snúi ekki aðeins að því að af uppbyggingu húsakostsins verði, heldur og að hún gangi vel. Þ.m.t. að því er nauðsynlega innviði, tækni o.s.frv. varðar. Hugað verði að stefnumótun og starfsáætlun, áherslum starfsins næstu misserin.

3.  Önnur mál.

 Fleira ekki gert.

 Fundargerð ritaði Sigríður Rafnar Pétursdóttir.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is