8. fundur stjórnar

8. stjórnarfundur  haldinn 1.september  kl. 16.00 í Háskólanum í Reykjavík

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Bjarney Harðardóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen og Þorkell Sigurlaugsson. Jón Ólafur Ólafsson boðaði forföll.

Gestir fundarins voru Gunnar Svarvarsson, formaður bygginganefndar NLSH og Stefán Veturliðason, verkefnastjóri. Einnig félagar úr verkefnahóp um fjármögnun þau, Elín Jónsdóttir, Gunnar Baldvinsson, Kristín Halldórsdóttir, Jón Finnbogason, Sigurður Þórðarson og Viðar Viðarsson.

1. Kostnaðaráætlanir  nýbygginga Landspítala – Gunnar Svarvarsson formaður bygginganefndar og      Stefán Veturliðason verkefnastjóri kynntu kostnaðaráætlanir vegna   byggingaframkvæmda.  Árið 2012 lagði NLSH fram tímasetta kostnaðaráætlun,  sú áætlun var uppfærð miðað við verðlag í apríl 2014. Kostnaði við lóðaframkvæmdir, aðkeypta  ráðgjöf, verkefnastjórn, umsjón og verkeftirlit með framkvæmdum hefur  verið dreift yfir á byggingarnar. Forhönnun bygginganna er lokið  það er u.þ.b. 25% af heildarhönnun. Kostnaðaráætlunin  byggir á forhönnun og ekki er gert ráð fyrir að farið verði framúr þeirri áætlun. Við fullnaðarhönnun er forhönnun rýnd og ný kostnaðaráætlun gerð. Spítalhópurinn vann  kostnaðaráætlunina fyrir NLSH.  Ákveðið var að fá dönska verkfræðistofu til að rýna forhönnunina ásamt kostnaðaráætlun og gerði hún ekki athugasemdir við áætlun Spítal.  Áætlaður kostnaður við nýbyggingar Landspítala þ.e. meðferðarkjarna,  rannsóknarstofuhús og sjúkrahótel er 48.123 milljarðar og gerir áætlunin  ráð fyrir að kostnaðurinn dreifist á 9 ár.

Fram kom í máli Gunnars að skrifað hefur verið undir samning um fullnaðarhönnun sjúkrahótels og er kostnaðaráætlun hönnuða 20% lægri en kostnaðaráætlun NLSH.

Gunnar ræddi einnig um mikilvægi þingsályktunarinnar sem Alþingi samþykkti samhljóða sl vor. Með samþykki hennar fól Alþingi ríkisstjórninni að halda áfram með verkefnið þegar fjármögnun liggi fyrir, að framkvæmdir við byggingu yrðu í samræmi við þá forhönnun sem liggur fyrir og að byggt verði við Hringbraut.

Fundarmenn lýstu áhyggjum sínum á að framkvæmdir sem þessar fari iðulega framúr áætlunum.  Talsverður umræður urðu á fundinum um mögulegar fjármögnunarleiðir.  Gestir yfirgáfu fundinn og ræddu stjórnarmenn áfram þær fjármögnunarleiðir sem mögulegar eru og  hvernig hægt væri að útfæra þær í ljósi lagaumhverfis nýs Landspítala.

 Næsti fundur ákveðin 15. September kl. 16.00

 Fundi slitið kl. 18.00

Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is