Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst í sumar

Rannsóknarhúsið er hluti af heildaruppbyggingu Landspítala við Hringbraut og verður næststærsta bygging hans utan meðferðarkjarnans.

Í rann­sókna­húsinu verða starfseiningar á borð við meina­fræði, rann­sókna­kjarna, klín­íska líf­efna­fræði og blóðmeina­fræði, frumu­rækt­un­ar­kjarna, frumumeðhöndl­un, erfða – og sam­einda­lækn­is­fræði, ónæm­is­fræði, rann­sókna­stofu í gigtsjúk­dóm­um og sýkla- og veiru­fræði. Þá verður starf­semi hins eina og sanna Blóðbanka einnig að finna í rann­sókna­húsi.

Á rannsóknarhús­inu verður einnig þyrlupall­ur sem tengd­ur er meðferðar­kjarn­an­um.

Nánar má lesa um málið í eftirfarandi frétt Morgunblaðsins.

Einnig má lesa fróðlegan pistil á heimasíðunni okkar um rannsóknahúsið og starfsemina þar. 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is