Tvö ár frá glćsilegum stofnfundi

Um síđastliđna helgi voru tvö ár liđin frá glćsilegum stofnfundi Spítalans okkar. Á tímamótum sem ţessum er gott ađ fara yfir farinn veg og skođa hvađ hefur áunnist frá stofnun samtakanna.   

Öflugt kynningarstarf hefur veriđ ríkur ţáttur í starfi samtakanna frá upphafi. Fyrirliggjandi áćtlanir um uppbyggingu Landspítala viđ Hringbraut hafa skipađ stóran sess í kynningum ásamt helstu rökum fyrir ţví hvers vegna ekkert má tefja undirbúning og framkvćmdir viđ nýbyggingar Landspítala. Samtökin hafa stađiđ fyrir tveimur málţingum sem bćđi voru fjölmenn og tókust mjög vel, enda fengum viđ til liđs viđ okkur einstaklinga međ mikla reynslu og ţekkingu á sviđi heilbrigđisţjónustu og skipulagsmála. 

Stjórn Spítalans okkar fylgist vel međ framkvćmdum á vegum Nýs Landspítala ohf. (NLSH). Forsvarsmenn félagsins hafa fundađ međ stjórn Spítalans okkar, kynnt starfiđ og áćtlanir til nćstu ára. Framkvćmdir hófust á lóđ Landspítala viđ Hringbraut ţegar Kristján Ţór Júlíusson, heilbrigđisráđherra, tók skóflustungu ađ sjúkrahótelinu ađ viđstöddum fjölda manns í nóvember á síđasta ári. Međal ţeirra sem fögnuđu skóflustungunni voru sjö fyrrverandi heilbrigđisráđherrar og nemendur á heilbrigđisvísindasviđi Háskóla Íslands. Framkvćmdir viđ sjúkrahóteliđ standa nú yfir og eru á áćtlun. Sjúkrahóteliđ verđur tekiđ í notkun á nćsta ári og verđur mikil búbót fyrir starfsemi Landspítala. 

Í september síđastliđnum var undirritađur samningur viđ hönnunarteymiđ Corpus um fullnađarhönnun á međferđarkjarna Landspítala viđ Hringbraut. Međferđarkjarninn er stćrsta og flóknasta byggingin af nýbyggingum Landspítala. Áćtlađ er ađ hönnun međferđarkjarna ljúki áriđ 2018 og ađ byggingaframkvćmdir hefjist á ţví ári. Mikiđ samstarf er milli starfsmanna NLSH, Landspítala og hönnuđa nýja spítalans. 

Spítalinn okkar fagnar ţeim jákvćđu skrefum sem tekin hafa veriđ á liđnum árum og leggur ríka áherslu á ađ ekkert verđi til ađ tefja uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala, enda ţörfin brýn fyrir bćttan húsa- og tćkjakost. Hröđ uppbygging Landspítala er hagsmunamál allra Íslendinga, enda höfum viđ dregist aftur úr öđrum ţjóđum á undanförnum árum.


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is