28. fundur stjórnar

28. stjórnarfundur haldinn fimmtudaginn 3. september 2015 kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson.

Gestur fundarins var Magnús Heimisson almannatengill.

Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.

  1. Fundargerðir 26. og 27. funda ekki tilbúnar til samþykktar.
  2. Staða byggingarverkefnisins.  Í gær 2. september undirrituðu heilbrigðisráðherra og fulltrúi  Corpus hópsins samning um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna vegna nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Ákvæði samningsins snúa að fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sem er stærsta og flóknasta byggingin af nýbyggingum Landspítala.  Hönnunin mun byggja á fyrirliggjandi forhönnun verksins sem þegar er lokið. Fjögur fyrirtæki standa að Corpus hópnum þ.e. Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar og VSÓ ráðgjöf. Í máli heilbrigðisráðherra kom fram að verkframkvæmdir við sjúkrahótelið verða boðnar úr í næstu viku. Áætlað er að hefja framkvæmdir þar í byrjun nóvember.  
  3. Kynningarmál.  Málþing í október: Formaður kynnti stöðu málsins. Málþingið verður haldið 13. október og verið er að leggja lokahönd á allan undirbúning s.s. dagskrá, staðsetningu, yfirskrift ráðstefnu, ofl. Formaður mun vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn.  Fleiri kynningarverkefni: Mörg fleiri kynningarverefni eru í vinnslu s.s. verkefni með sjónvarpsstöð, gerð mynbands, viðburður tengdur 100 ára afmæli kostningarétttar kvenna, enn frekari notkun á fésbókinni ofl.
  4. Önnur mál
  • Fjármál samtakanna: Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda verða sendir út í september.
  • Næstu fundir verða 21. september, 5. og 19. október, 2., 16. og 30. nóvember og 14 desember. Formaður sendir út fundarboð.

 Fundi slitið kl. 17:15.

Næsti fundur verður mánudaginn 21. september kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.

Gunnlaug Ottesen ritaði fundargerð nema formaður ritaði lið nr. 2


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is