62. fundur stjórnar

62. stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 18. október 2017 kl. 12.00 að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson Forföll: Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir

  1. Kynningarmál.  Boðað var til fundar til að ræða tillögu Þorkells um samstarf við Sigurð K. Kolbeinsson stjórnanda þáttanna Atvinnulífið á Hringbraut. Þorkell kynnti tillöguna.  Lagt er til að gerður verði einn þáttur um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Sérstaklega verði tekið á þeim sem mest hafa verið gagnrýnd eins og staðarval, skipulagsmál og samgöngur. Einstaklingar sem best þekkja til þessara mála verði fengir í viðtöl í þættinum.  Einnig verði rætt við hönnuði meðferðarkjarnans. Spítalinn okkar greiðir hluta kostnaðar og leitað verður styrkja hjá velunnurum samtakanna.  Tillagan samþykkt og Þorkeli falið að stýra verkefni með Sigurði K. Kolbeinssyni.
  2. Önnur mál. Engin

Fundi slitið kl. 13.15

 Anna Stefánsdóttir ritaði fundargerð.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is