Framkvæmdafréttir apríl 2025

Hér eru fréttir af framkvæmdum vegna helstu nýbygginga- og endurbótaverkefna hjá nýja Landspítala (NLSH).

Framtíð íslenskrar heilbrigðisþjónustu - Nýjar byggingar Landspítala í augsýn

​Landsamtökin Spítalinn okkar stóð fyrir málþings um framtíð íslenskrar heilbrigðisþjónustu í tengslum við nýjan Landspítala mánudaginn 31.mars kl.13.00-16.00 á Hilton Nordica með aðalfyrirlesara, Birgitte Rav Dagenkolv forstjóra Hvidovre Spítalans í Kaupmannahöfn. Lýsti hún uppbyggingu og flutningi í nýbyggingu við spítalann. Kynnt var auk þess undirbúningur flutninga í meðferðarkjarnann og svo heildarþróun allra bygginga innan og utan Hringbrautarsvæðisins til lengri framtíðar. Yfir 100 manns mættu á málþingið og fá allir sendar kynningarnar fljótlega. Þökkum fyrir góða þátttöku á málþinginu enda var mikið í það lagt og án um 500 virkra þáttakenda sem greina kr. 2.500 á ári væri ekki mögulegt fyrir Spítalann okkar að halda svona viðburð.