Umbreytinga þörf í geðheilbrigðisþjónstu fyrir börn

Heilbrigðisráðuneytið birtir nú stöðuskýrslu um fyrsta fasa umbreytinga í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Markmið verkefnisins er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að geðheilbrigðisþjónusta sé aðgengileg um allt land, með skýrum, einföldum þjónustuleiðum, samfelldri þjónustu og samþættingu milli kerfa, sérstaklega þegar kemur að börnum og öðrum viðkvæmum hópum. Fjölmennur þverfaglegur vinnuhópur skipaður fulltrúum frá átta stofnunum vinnur að verkefninu. Frá upphafi verkefnisins hefur verið lögð rík áhersla á notendasamráð til að öðlast dýpri skilning á þjónustunni frá sjónarhóli notenda og úrbætur