Samantekt frá fundi með forsvarsmönnum Landspítala og tengdra uppbyggingaraðila

Höfum a.m.k. árlega haldið fund með þessum hóp til að fara yfir stöðu uppbyggingar Landspítala við Hringbraut og nú víðar. Fundarmenn á þessum fundi: Þorkell Sigurlaugsson, Guðlaug Ottesen, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Áslaug Eva Björnsdóttir frá Spítalanum okkar. Runólfur Pálsson forstjóri LSH, Ásgeir Margeirsson frá stýrihóp, Lilja Stefánsdóttir deildarstjóri hjá Landspítala og Gunnar Svavarsson frá Nýja Landspítala ohf. (NLSH).

Staða framkvæmda Nýs Landspítala og fréttir af verkefninu

Staða byggingaverkefna í byrjun nóvember: - Meðferðarkjarni- Rannsóknahús- Bílastæða og tæknihús- Bílakjallari undir Sóleyjartorgi- Hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands- Grensásdeild Landspítala • Starfsmenn Grensásdeildar kynna sér nýtt framtíðarhúsnæði • Niðurstaða í samkeppni um listaverk í nýbyggingu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Umbreytinga þörf í geðheilbrigðisþjónstu fyrir börn

Heilbrigðisráðuneytið birtir nú stöðuskýrslu um fyrsta fasa umbreytinga í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Markmið verkefnisins er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að geðheilbrigðisþjónusta sé aðgengileg um allt land, með skýrum, einföldum þjónustuleiðum, samfelldri þjónustu og samþættingu milli kerfa, sérstaklega þegar kemur að börnum og öðrum viðkvæmum hópum. Fjölmennur þverfaglegur vinnuhópur skipaður fulltrúum frá átta stofnunum vinnur að verkefninu. Frá upphafi verkefnisins hefur verið lögð rík áhersla á notendasamráð til að öðlast dýpri skilning á þjónustunni frá sjónarhóli notenda og úrbætur