Fréttir

Skóflustunga að meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut laugardaginn 13. október. Byggingin hýsir meðferðarkjarna Landspítala og verður stærsta nýja byggingin sem tilheyrir Landspítala.

Samningur um fullnaðhönnun nýs rannsóknarhús

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirritar samning um fullnaðarhönnun rannsóknarhúss

Grein heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu 31. ágúst 2018

Ágæt samantekt heilbrigðisráðherra á stöðunni varðandi nýbyggingu Landspítala við Hringbraut.

Meðferðarkjarninn í sjónmáli

Í ársskýrslu Landspítala sem birt var á ársfundi spítalans í dag er meðal annars fjallað um að nú styttist í framkvæmdir við hinn mikilvæga meðferðarkjarna.

Pistill heilbrigðisráðherra um Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra stakk niður penna og skrifaði grein um það sem framundan er í uppbyggingarmálum Landspítala. Í greininni kemur fram að senn hefst mikilvægur áfangi í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.

Nýr áfangi að hefjast í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut

Í dag er stór dagur í uppbyggingarferli Landspítala. Nýr Landspítali ohf. auglýsti útboð við framkvæmdir jarðvinnu fyrir meðferðarkjarna, sem og við götur og göngustíga. Samtökin Spítalinn okkar fagna þessum áfanga ákaft.

Klárum uppbyggingu við Hringbraut sem fyrst

Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður stjórnar Spítalans okkar, birti grein á dögunum þar sem hann rekur feril ýmissa spítalabygginga á Norðurlöndunum og setur í samhengi við umræðuna hér heima um nýtt staðarvalsferli.

Nýr Landlæknir talar skýrt um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut

,,Framkvæmdir þola enga bið", segir nýr landlæknir Alma Möller.

Hröð uppbygging Landspítala er hagsmunamál allra Íslendinga

Megináherslan í starfi Spítalans okkar er að engar tafir verði á framkvæmum við Hringbraut í Reykjavík. Ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2017 má lesa hér að neðan.

Flutningur spítalans stóreykur bílaumferð

Pawel Bartoszek birtir grein í Fréttablaðinu í dag um þau vandamál sem skapast gætu ef Landspítali flytti í úthverfi Garðabæjar.