Fréttir

Unnur Brá leiðir nýjan stýrihóp ráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skipuðu nýverið stýrihóp sem á að annast samþættingu hins margslungna byggingarverkefnis sem nýr Landspítali við Hringbraut er. Unnur Brá Konráðsdóttir leiðir starfshópinn.
Lesa meira

Aðalfundur Spítalans okkar verður 9. júní

Vegna COVID-19 var aðalfundi samtakanna frestað í mars. Nú er komið að því að láta verða af aðalfundi og eru allir félagar hjartanlega velkomnir að taka þátt í hefðbundnum aðalfundarstörfum. Þrjú áhugaverð erindi verða einnig á dagskrá.
Lesa meira

Aðalfundi Spítalans okkar frestað

Vegna COVID-19 veirunnar verður aðalfundi samtakanna frestað um óákveðinn tíma. Bestu kveðjur frá stjórn.
Lesa meira

Aðalfundur Spítalans okkar verður 10. mars á Nauthól

Þá nálgast aðalfundur samtakanna óðfluga, en hann verður haldinn 10. mars kl. 16 á veitingastaðnum Nauthól.
Lesa meira

Vel sótt og vel heppnað málþing!

Afmælismálþing samtakanna Spítalinn okkar var afar vel sótt og vel heppnað. Gerður var góður rómur að erindum þeirra sem stigu á stokk og fjölluðu um menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira

Dagskrá afmælismálþings 12. nóvember

Senn líður að afmælismálþingi samtakanna, sem fram fer þann 12. nóvember. Þar verður margt góðra gesta og sérstakur gestur kemur frá Svíþjóð, frumkvöðullinn Charlotta Tönsgård sem er framkvæmdastýra heilbrigðistæknisprotans KIND APP.
Lesa meira

Afmælismálþing Spítalans okkar 12. nóvember!

Þann 12. nóvember verður afmælismálþing Spítalans okkar í tilefni fimm ára afmælis landssamtakanna. Við fáum góða gesti til að fagna með okkur þessum tímamótum, m.a. Charlottu Tönsgård, framkvæmdastjóra Kind App sem er sænskt nýsköpunarfyrirtæki tengt heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira

Einbýli og innigarðar, hlýleiki og birta

Í nýjum meðferðarkjarna Landspítala, hjarta spítalans, verða ekki langir sjúkrahúsgangar. Áhersla er lögð á hlýleika, birtu og gróður, jafnt innan sem utan. Þá heyrir það sögunni til að sjúklingar deili herbergi sem er gjörbylting fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.
Lesa meira

Fyrsti gestur sjúkrahótels

Þann 6. maí hóf sjúkrahótelið við Hildigunnargötu starfsemi sína.
Lesa meira

Sjúkrahótelið í máli og myndum

Sjúkrahótelið hefur verið í fréttum undanfarið: Sólrún Ragnarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra því, hótelið er ein umhverfisvænasta bygging landsins og í áhugaverðu myndskeiði mbl.is eru svipmyndir úr húsnæðinu auk viðtals við Sólrúnu.
Lesa meira

Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is